Innlent

Hæstiréttur staðfestir sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp á Akranesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Akranesi.
Frá Akranesi. Vísir/gva
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Vesturlands yfir Gunnari Erni Arnarsyni en hann skal sæta sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðarsyni að bana í heimahúsi á Akranesi föstudaginn 2. október í fyrra.

 

Gunnar var dæmdur fyrir að hafa svipt Karl Birgi lífi með kyrkingu með því að herða að hálsi hans með höndunum og með því að bregða beltisól og fatareim um hálsinn á honum og herða að. Þar með talið með því að binda hnút á reimina svo hún losnaði ekki frá hálsinum, og stuttu síðar með því að bregða reiminni að nýju um hálsinn á Karli Birgi og herða að, eftir að endurlífgunartilraunir voru hafnar.

Sjá einnig: „Sæl elskan, hann er dauður“

Í reifun Hæstaréttar segir að Gunnar, sem talinn er hafa verið í óminnisástandi vegna neyslu áfengis og lyfja þegar hann framdi verknaðinn, eigi sér engar málsbætur. Var hann því dæmdur í sextán ára fangelsi.

Að auki var honum gert að greiða systkinum Karls bætur vegna útfararkostnaðar og fyrir að greiða fyrrum sambýliskonu hans miskabætur.

Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×