Innlent

Hækkun til þróunarmála dregin til baka

Kristján Hjálmarsson skrifar
"Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra,“ sagði Vigdís.
"Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra,“ sagði Vigdís.
Samkvæmt tillögum hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar verða framlög til þróunarmála endurskoðuð og nýleg hækkun dregin til baka. Samkvæmt núgildandi áætlun eiga um 24 milljarðar króna samtals að fara í þróunaraðstoð eða um 0,42 prósentum af landsframleiðslu.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, átti sæti í hagræðingarhópnum. Hún vildi ekki tjá sig um tillögur hópsins þegar Vísir hafði samband við hana og benti á formanninn, Ásmund Einar Daðason.

Vigdís hefur áður talað gegn þróunarastoð en hún kaus gegn tillögu um greiðslu þróunaraðstoðar þegar hún kom fyrir þing í byrjun árs.

„Þetta brýtur gegn sannfæringu minni. Að vera að hækka þessi gjöld,“ sagði Vigdís þá í samtali við Stöð 2.

„Tuttugu og fjórir milljarðar í erlendum gjaldeyri næstu fjögur ár, á meðan að íslenska þjóðin telur sig ekki hafa efni á því að gera hér þær bætur á Landspítalanum sem þarf til þess að bjarga lífi og limum landsmanna. Gjaldþrota maður getur ekki borgað fyrir aðra,“ sagði Vigdís meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×