Innlent

Hækkun flugverðs innan marka

Snærós Sindradóttir skrifar
Allir vilja til Frakklands
Allir vilja til Frakklands vísir/vilhelm
Flugmiði til Parísar á laugardag kostar nærri hundrað þúsund krónur og flugmiðinn heim á mánudag annað eins, fyrir íslenska stuðningsmenn sem hyggjast fylgja landsliðinu í næsta leik gegn Frökkum. Verðið hefur hækkað mikið á síðustu dögum og margir áhugasamir sáu þess merki að verð á sætum til Parísar hefði hækkað hreinlega á meðan á leik Íslands og Englands stóð á mánudag.

Að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur, sviðsstjóra neytendaréttarsviðs hjá Neytendastofu, gilda í raun engin lög um slíkar hækkanir því verðlag sé frjálst.

„Framboð og eftirspurn á að stýra markaðnum. Það sem við getum skoðað er hvort verðið komi skýrt fram og hvort verðið sé endanlegt verð, allar upplýsingar séu réttar og ekkert sé villandi. Við gerum kröfu um að á einhverjum tímapunkti sé það verð sem auglýst er til staðar og það þarf að vera í ákveðnu magni,“ segir hún.

Ívar Halldórsson, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum, segir samtökin vara við ofurhækkunum.

„Neytendasamtökin hvetja fyrirtæki til hóflegrar og eðlilegrar verðlagningar. Það er miður ef flugfyrirtækin hækka verð eingöngu af þeirri ástæðu að vitað er um aukna eftirspurn.“

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×