Hækka þarf heitt vatn um 37 prósent 3. júní 2010 06:00 Eigi markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að nást, þarf mikla hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Á það við um allt nema kalda vatnið. Þar mun gjaldskrá standa í stað. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir að þessar hækkanir muni dreifast yfir fimm ár, verði ákveðið að ná markmiðunum. Það sé nýrrar stjórnar að ákveða. Unnið hafi verið að útreikningum miðað við lánasamsetningar og fleira og þeirri vinnu hafi lokið í síðustu viku. Upplýsingarnar voru lagðar fyrir stjórnarfund í gær, en þær eru svar við fyrirspurn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn OR, sem lögð var fram á síðasta stjórnarfundi. Spurður hvers vegna upplýsingarnar koma fram þremur dögum eftir kosningar segir hann það einfaldlega vera vegna þess að vinnu hafi ekki lokið fyrr. Ágætt hefði verið ef þær hefðu legið fyrir þegar kosið var á laugardag, en það hafi ekki náðst. Vissulega hefði verið hægt að setja meiri kraft í vinnuna, en það hafi ekki verið gert. „Ég hef rætt það inni í borgarráði að auka þurfi handbært fé og ég er ekkert að fela þetta. Fjárþörfin lá fyrir en ekki var búið að reikna ítarlega út hve mikið þyrfti að hækka gjaldskrá til að ná markmiðum heildarstefnu Orkuveitunnar." Guðlaugur minnir á að það hafi verið samhljóða niðurstaða fulltrúa meiri- og minnihluta í aðgerðarhópi að hækka gjaldskrár ekki meira á nýliðnu kjörtímabili. Við það hafi verið staðið og því sé það verkefni nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um fyrirhugaðar hækkanir.- kóp Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Eigi markmið fimm ára áætlunar um fjárþörf Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að nást, þarf mikla hækkun á gjaldskrá fyrirtækisins. Á það við um allt nema kalda vatnið. Þar mun gjaldskrá standa í stað. Guðlaugur Sverrisson, stjórnarformaður OR, segir að þessar hækkanir muni dreifast yfir fimm ár, verði ákveðið að ná markmiðunum. Það sé nýrrar stjórnar að ákveða. Unnið hafi verið að útreikningum miðað við lánasamsetningar og fleira og þeirri vinnu hafi lokið í síðustu viku. Upplýsingarnar voru lagðar fyrir stjórnarfund í gær, en þær eru svar við fyrirspurn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn OR, sem lögð var fram á síðasta stjórnarfundi. Spurður hvers vegna upplýsingarnar koma fram þremur dögum eftir kosningar segir hann það einfaldlega vera vegna þess að vinnu hafi ekki lokið fyrr. Ágætt hefði verið ef þær hefðu legið fyrir þegar kosið var á laugardag, en það hafi ekki náðst. Vissulega hefði verið hægt að setja meiri kraft í vinnuna, en það hafi ekki verið gert. „Ég hef rætt það inni í borgarráði að auka þurfi handbært fé og ég er ekkert að fela þetta. Fjárþörfin lá fyrir en ekki var búið að reikna ítarlega út hve mikið þyrfti að hækka gjaldskrá til að ná markmiðum heildarstefnu Orkuveitunnar." Guðlaugur minnir á að það hafi verið samhljóða niðurstaða fulltrúa meiri- og minnihluta í aðgerðarhópi að hækka gjaldskrár ekki meira á nýliðnu kjörtímabili. Við það hafi verið staðið og því sé það verkefni nýrrar stjórnar að taka ákvörðun um fyrirhugaðar hækkanir.- kóp
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira