Enski boltinn

Gylfi Þór dýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er dýrasti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar, en hann hefur verið seldur fyrir fimm milljarða króna á fjórum árum.

Það kemst enginn íslenskur fótboltamaður nálægt Gylfa, ekki einu sinni EiðurSmáriGuðjohnsen.

Árið 2010 var Gylfi keyptur til Hoffenheim frá Reading fyrir 1,3 milljarða króna og fyrir tveimur árum fékk Tottenham íslenska landsliðsmanninn til sín og borgaði fyrir hann 1,7 milljarð króna.

Nú greiðir Swansea 1,96 milljarð króna fyrir Gylfa og hefur hann því samtals verið seldur fyrir fimm milljarða íslenskra króna á núvirði undanfarin fjögur ár.

Þetta kom fram í frétt HarðarMagnússonar á Stöð 2 í kvöld, en hana má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×