Enski boltinn

Gylfi kom nýgiftum stuðningsmanni Swansea á óvart | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi skoraði í dag og sló svo í gegn í brúðkaupi stuðningsmanns Swansea.
Gylfi skoraði í dag og sló svo í gegn í brúðkaupi stuðningsmanns Swansea. vísir/getty
Á sama tíma og Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City voru að spila við Crystal Palace í dag var Angela Govier að gifta sig.

Hin 48 ára gamla Angela er ársmiðahafi á Liberty vellinum en gat af eðlilegum orsökum ekki verið viðstödd leikinn í dag. Honum lyktaði með 1-1 jafntefli og skoraði Gylfi mark Swansea.

Swansea kom þó við sögu í brúðkaupinu eða öllu heldur okkar maður, Gylfi Þór.

Gylfi er uppáhalds leikmaður Angelu og íslenski landsliðsmaðurinn lét sig ekki muna um að senda brúðhjónunum skemmtilega kveðju.

Gylfi óskaði Angelu og brúðgumanum, Mark Fountain (sem er stuðningsmaður erkifjendanna í Cardiff City), til hamingju með stóra daginn og sagðist alltaf taka eftir henni í stúkunni á Liberty vellinum.

Kveðju Gylfa og viðbrögð Angelu, sem eru vægast sagt kostuleg, má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×