Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar á BBC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verði í fantaformi síðustu vikurnar fyrir Swansea og skoraði hann eina mark leiksins er Swansea vann Norwich, 1-0, um helgina.

Gylfi er í liði vikunnar hjá Garth Grooks, fyrrum leikmanni Tottenham og Stoke, sem er í dag sparkspekingur hjá BBC.

Crooks hrósaði Gylfa fyrir markið sem hann skoraði en það var hans áttunda fyrir Swansea á leiktíðinni en Gylfi hefur verið duglegur að skora að undanförnu.

Sjá einnig: Fyrrum fyrirliði Liverpool: Gylfi var yfirburðarmaður á vellinum í gær

Gylfi var óheppinn að skora ekki öðru sinni í leiknum en stigin þrjú voru afar kærkomin fyrir Swansea sem er nú níu stigum frá fallsvæðinu.

Gylfi hefur nú skorað alls sex mörk á árinu 2016 og átt stóran þátt í því að Swansea hefur tekist að lyfta sér almennilega frá fallsvæði deildarinnar.


Tengdar fréttir

Viðurkenna ekki stoðsendinguna hans Gylfa á móti Arsenal

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið maðurinn á bak við tvö sigurmörk Swansea á síðustu fjórum dögum en velska liðið fór langt með að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með sigurleikjum á móti Arsenal og Norwich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×