Gunnar og Róbert eru nördar ársins 24. janúar 2012 13:26 Gunnar Grímsson, til hægri og Róbert Bjarnason eru nördar ársins. Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. „Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim." Í ár voru tveir nördar valdir, þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. „Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air." Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að þeir félagar hljóti verðlaunin fyrir magnað ævistarf í upplýsingatækni sem hafi spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár. Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Frosti Sigurjónsson fjárfestir, Guðjón Már Guðjónsson hjá Medizza, Helga Waage hjá Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Hjálmar Snær Gíslason forstjóri DataMarket og NÖRD ÁRSINS 2010, Sigríður Þórðardóttir viðskiptagreindarstjórnandi hjá Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstömaður veflausna Advania, Stefán Baxter netlausnastjórnandi hjá VÍS og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.NOKKUR ORÐ UM NÖRDA ÁRSINS Gunnar Grímsson hefur verið virkur þátttakandi í upplýsingatækni síðan 1995. Hann var fyrsti vefstjóri Miðheima (centrum.is), sem var fyrsta almenna internetþjónustufyrirtæki landsins. Einnig var hann meðstofnandi this.is og IO Inter Organ og stjórnaði fyrstu alþjóða sýndarveruleikaráðstefnunni á Íslandi: Avatars98. Gunnar óf, skrifaði og kenndi veftækni frá 1995 til 2008. Hefur meðal annars séð um vefmál Háskóla Íslands, Listaháskólans, Listahátíðar, Icelandair og Alþingis. Róbert Bjarnason hefur verið virkur frumkvöðull frá 12 ára aldri, þegar hann seldi sitt fyrsta forrit. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 13 ára og setti síðan Miðheima á stofn árið 1993. Róbert stofnaði seinna centrum.dk í Danmörku, sem var þá annað af tveimur netþjónustufyrirtækjum landsins. Hann var um árabil frumkvöðull í leikjabransanum og vann meðal annars bresku BAFTA-verðlaunin tvö ár í röð fyrir farsímaleiki. Milljónir manna um víða veröld hafa spilað leiki á vegum Róberts. Saman hafa Gunnar og Róbert einbeitt sér að rafrænum lýðræðisverkefnum frá árinu 2008. Þar má nefna grasrótarverkefnið Skuggaþing, Betri Reykjavík sem er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg, netgáttina Your Priorities sem inniheldur lýðræðisvefi fyrir öll lönd heimsins, Betra Ísland sem opnaði á 2011 og sjálfseignarstofnunina Íbúa ses sem hefur lýðræðisstyrkingu að markmiði. Þeir unnu jafnframt alþjóðlegu lýðræðisverðlaunin World eDemocracy Award 2011. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. „Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim." Í ár voru tveir nördar valdir, þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. „Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air." Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að þeir félagar hljóti verðlaunin fyrir magnað ævistarf í upplýsingatækni sem hafi spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár. Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Frosti Sigurjónsson fjárfestir, Guðjón Már Guðjónsson hjá Medizza, Helga Waage hjá Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Hjálmar Snær Gíslason forstjóri DataMarket og NÖRD ÁRSINS 2010, Sigríður Þórðardóttir viðskiptagreindarstjórnandi hjá Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstömaður veflausna Advania, Stefán Baxter netlausnastjórnandi hjá VÍS og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.NOKKUR ORÐ UM NÖRDA ÁRSINS Gunnar Grímsson hefur verið virkur þátttakandi í upplýsingatækni síðan 1995. Hann var fyrsti vefstjóri Miðheima (centrum.is), sem var fyrsta almenna internetþjónustufyrirtæki landsins. Einnig var hann meðstofnandi this.is og IO Inter Organ og stjórnaði fyrstu alþjóða sýndarveruleikaráðstefnunni á Íslandi: Avatars98. Gunnar óf, skrifaði og kenndi veftækni frá 1995 til 2008. Hefur meðal annars séð um vefmál Háskóla Íslands, Listaháskólans, Listahátíðar, Icelandair og Alþingis. Róbert Bjarnason hefur verið virkur frumkvöðull frá 12 ára aldri, þegar hann seldi sitt fyrsta forrit. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 13 ára og setti síðan Miðheima á stofn árið 1993. Róbert stofnaði seinna centrum.dk í Danmörku, sem var þá annað af tveimur netþjónustufyrirtækjum landsins. Hann var um árabil frumkvöðull í leikjabransanum og vann meðal annars bresku BAFTA-verðlaunin tvö ár í röð fyrir farsímaleiki. Milljónir manna um víða veröld hafa spilað leiki á vegum Róberts. Saman hafa Gunnar og Róbert einbeitt sér að rafrænum lýðræðisverkefnum frá árinu 2008. Þar má nefna grasrótarverkefnið Skuggaþing, Betri Reykjavík sem er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg, netgáttina Your Priorities sem inniheldur lýðræðisvefi fyrir öll lönd heimsins, Betra Ísland sem opnaði á 2011 og sjálfseignarstofnunina Íbúa ses sem hefur lýðræðisstyrkingu að markmiði. Þeir unnu jafnframt alþjóðlegu lýðræðisverðlaunin World eDemocracy Award 2011.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira