Gunnar og Róbert eru nördar ársins 24. janúar 2012 13:26 Gunnar Grímsson, til hægri og Róbert Bjarnason eru nördar ársins. Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. „Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim." Í ár voru tveir nördar valdir, þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. „Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air." Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að þeir félagar hljóti verðlaunin fyrir magnað ævistarf í upplýsingatækni sem hafi spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár. Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Frosti Sigurjónsson fjárfestir, Guðjón Már Guðjónsson hjá Medizza, Helga Waage hjá Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Hjálmar Snær Gíslason forstjóri DataMarket og NÖRD ÁRSINS 2010, Sigríður Þórðardóttir viðskiptagreindarstjórnandi hjá Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstömaður veflausna Advania, Stefán Baxter netlausnastjórnandi hjá VÍS og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.NOKKUR ORÐ UM NÖRDA ÁRSINS Gunnar Grímsson hefur verið virkur þátttakandi í upplýsingatækni síðan 1995. Hann var fyrsti vefstjóri Miðheima (centrum.is), sem var fyrsta almenna internetþjónustufyrirtæki landsins. Einnig var hann meðstofnandi this.is og IO Inter Organ og stjórnaði fyrstu alþjóða sýndarveruleikaráðstefnunni á Íslandi: Avatars98. Gunnar óf, skrifaði og kenndi veftækni frá 1995 til 2008. Hefur meðal annars séð um vefmál Háskóla Íslands, Listaháskólans, Listahátíðar, Icelandair og Alþingis. Róbert Bjarnason hefur verið virkur frumkvöðull frá 12 ára aldri, þegar hann seldi sitt fyrsta forrit. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 13 ára og setti síðan Miðheima á stofn árið 1993. Róbert stofnaði seinna centrum.dk í Danmörku, sem var þá annað af tveimur netþjónustufyrirtækjum landsins. Hann var um árabil frumkvöðull í leikjabransanum og vann meðal annars bresku BAFTA-verðlaunin tvö ár í röð fyrir farsímaleiki. Milljónir manna um víða veröld hafa spilað leiki á vegum Róberts. Saman hafa Gunnar og Róbert einbeitt sér að rafrænum lýðræðisverkefnum frá árinu 2008. Þar má nefna grasrótarverkefnið Skuggaþing, Betri Reykjavík sem er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg, netgáttina Your Priorities sem inniheldur lýðræðisvefi fyrir öll lönd heimsins, Betra Ísland sem opnaði á 2011 og sjálfseignarstofnunina Íbúa ses sem hefur lýðræðisstyrkingu að markmiði. Þeir unnu jafnframt alþjóðlegu lýðræðisverðlaunin World eDemocracy Award 2011. Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Úrslitin í vali á nörd ársins voru kunngjörð á síðbúinni nýársgleði upplýsingatæknifyrirtækisins Advania sem fram fór um liðna helgi. Í tilkynningu frá Advania segir að í aðdraganda gleðinnar hafi verið efnt til samkeppni meðal viðskiptavina og samstarfsaðila fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. „Alls bárust um 630 tilnefningar frá 10 þúsund manns og þar af fengu 20 manns fleiri en fimm atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim." Í ár voru tveir nördar valdir, þeir Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason. „Þeir fengu að launum veglegan bikar og flugmiða fyrir tvo til útlanda með WOW air." Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að þeir félagar hljóti verðlaunin fyrir magnað ævistarf í upplýsingatækni sem hafi spannað yfir tvo áratugi og hins vegar vegna framsækinna frumkvöðlastarfa við rafræn lýðræðisverkefni undanfarin þrjú ár. Dómnefnd skipuðu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Arnheiður Guðmundsdóttir Skýrslutæknifélagi Íslands, Frosti Sigurjónsson fjárfestir, Guðjón Már Guðjónsson hjá Medizza, Helga Waage hjá Mobilitus, Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Hjálmar Snær Gíslason forstjóri DataMarket og NÖRD ÁRSINS 2010, Sigríður Þórðardóttir viðskiptagreindarstjórnandi hjá Advania, Sigrún Eva Ármannsdóttir forstömaður veflausna Advania, Stefán Baxter netlausnastjórnandi hjá VÍS og Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir.NOKKUR ORÐ UM NÖRDA ÁRSINS Gunnar Grímsson hefur verið virkur þátttakandi í upplýsingatækni síðan 1995. Hann var fyrsti vefstjóri Miðheima (centrum.is), sem var fyrsta almenna internetþjónustufyrirtæki landsins. Einnig var hann meðstofnandi this.is og IO Inter Organ og stjórnaði fyrstu alþjóða sýndarveruleikaráðstefnunni á Íslandi: Avatars98. Gunnar óf, skrifaði og kenndi veftækni frá 1995 til 2008. Hefur meðal annars séð um vefmál Háskóla Íslands, Listaháskólans, Listahátíðar, Icelandair og Alþingis. Róbert Bjarnason hefur verið virkur frumkvöðull frá 12 ára aldri, þegar hann seldi sitt fyrsta forrit. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki 13 ára og setti síðan Miðheima á stofn árið 1993. Róbert stofnaði seinna centrum.dk í Danmörku, sem var þá annað af tveimur netþjónustufyrirtækjum landsins. Hann var um árabil frumkvöðull í leikjabransanum og vann meðal annars bresku BAFTA-verðlaunin tvö ár í röð fyrir farsímaleiki. Milljónir manna um víða veröld hafa spilað leiki á vegum Róberts. Saman hafa Gunnar og Róbert einbeitt sér að rafrænum lýðræðisverkefnum frá árinu 2008. Þar má nefna grasrótarverkefnið Skuggaþing, Betri Reykjavík sem er samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg, netgáttina Your Priorities sem inniheldur lýðræðisvefi fyrir öll lönd heimsins, Betra Ísland sem opnaði á 2011 og sjálfseignarstofnunina Íbúa ses sem hefur lýðræðisstyrkingu að markmiði. Þeir unnu jafnframt alþjóðlegu lýðræðisverðlaunin World eDemocracy Award 2011.
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira