Sport

Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Nelson var magnaður í kvöld.
Gunnar Nelson var magnaður í kvöld. Vísir/getty
„Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur mömmu minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld.

Tumenov var búinn að vinna fimm bardaga í röð og í 13. sæti á styrkleikalista UFC. Gunnar var dottinn af þeim lista en hann fer á hann aftur núna.

„Núna ætla ég bara ræða framtíðina við mína menn í teyminu og sjáum síðan til við hvern ég berst næst.“

Gunnar náði uppgjafartaki og kláraði bardagann þegar 1.45 mínútur voru eftir af annarri lotu.

Gunnar var frábær frá upphafi bardagans. Stóð lengi með rússneska rotaranum og kom með eldsnögg högg í Rússann. Hann tók hann svo niður í gólfið en náði ekki að klára Tumenov þá. Rússinn komst upp þegar hálf mínúta var eftir.

Klárði bardagann í 2. lotu.vísir/getty
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×