ŢRIĐJUDAGUR 6. DESEMBER NÝJAST 19:33

Kristianstad ţurfti ekki mikiđ á íslensku strákunum ađ halda

SPORT

Gunnar Nelson íţróttamađur ársins 2015 ađ mati lesenda Vísis

 
Sport
09:00 05. JANÚAR 2016
Gunnar Nelson er vinsćll á međal Íslendinga.
Gunnar Nelson er vinsćll á međal Íslendinga. VÍSIR/GETTY

Gunnar Nelson, fremsti bardagamaður Íslands, var kosinn íþróttamaður ársins af lesendum Vísis annað árið í röð.

Lesendur Vísis stýrðu kosningunni algjörlega en þeir fengu tækifæri á að koma með tilnefningar og svo var Facebook-kosning á milli þeirra tíu sem fengu flestar tilnefningar.

Valið stóð á milli fimm karla og fimm kvenna úr átta íþróttagreinum. Rétt tæplega 10.000 manns tóku þátt í kosningunni og vann Gunnar öruggan sigur líkt og í fyrra.

Gunnar barðist tvisvar á árinu. Hann vann Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í Las Vegas í júlí með hengingartaki í fyrstu lotu. Seinni bardaginn var ekki jafn góður en þar tapaði Gunnar fyrir Demian Maia, aftur í Las Vegas, á stigum.

„Mér finnst alveg ótrúlegt hvað ég fæ mikinn stuðning og ég finn það bara í samfélaginu þegar ég til dæmis fer niður í bæ á Þorláksmessu þar sem er mikið af fólki sem kemur og spjallar við mann,“ segir Gunnar um viðurkenninguna í viðtali við Vísi.

„Maður finnur fyrir meðbyrnum og hversu mikinn stuðning maður fær. Það er ekki hægt að lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir þennan stuðning. Þó aðeins á móti blási fær maður samt svona kosningu. Þetta skiptir öllu,“ segir Gunnar Nelson.

Ítarlegt viðtal við Gunnar birtist á Vísi síðar í dag.

Niðurstaðan í kosningu Vísis:
1. Gunnar Nelson, MMA
2. Kristín Þorsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra
3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit
4. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
5. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar
6. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
7. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
8. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
9. Aron Einar Gunnarsson, fótbolti
10. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar Nelson íţróttamađur ársins 2015 ađ mati lesenda Vísis
Fara efst