Sport

Gunnar Nelson aftur á meðal 15 bestu en sparkaði Tumenov út af listanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson fagnar sigri í Rotterdam.
Gunnar Nelson fagnar sigri í Rotterdam. vísir/getty
Gunnar Nelson er í 13. sæti á nýjum styrkleikalista veltivigtar UFC sem gefinn var út í kvöld en hann kemst aftur inn á listann eftir glæsilegan sigur á Rússanum Albert Tumenov á sunnudaginn.

Gunnar, sem var búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum fyrir viðureignina gegn Rússanum, var algjörlega magnaður og hengdi Tumenov í annarri lotu eftir að hafa algjörlega yfirburði í bardaganum.

Tumenov var búinn að vinna fimm bardaga í röð í UFC áður en hann fékk útreiðina gegn Gunnari í Rotterdam á sunnudaginn en tapið skaut honum út af styrkleikalistanum. Hann var í 13. sætinu sem Gunnar vermir á nýja listanum.

Litlar breytingar eru á listanum. Hector Lombard fer upp um eitt sæti í það fjórtánda og sendi Thiago Alves niður í það fimmtánda. Rory MacDonald er áfram númer eitt á eftir meistaranum Robbie Lawler.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Conor á að geta pakkað Diaz saman

Conor McGregor bíður enn eftir tækifæri til þess að hefna gegn Nate Diaz og Gunnar Nelson hefur fulla trú á því að Conor muni afgreiða Diaz með stæl er tækifærið kemur.

Gunnar: Þetta var stórsigur fyrir mig

"Mér líður alveg ljómandi vel. Það er eiginlega ekki annað hægt. Þetta gekk glimrandi vel,“ segir Gunnar Nelson en hann var þá nýbúinn að vinna Rússann Albert Tumenov í UFC-bardaga í Rotterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×