Gunnar í Krossinum verður yfirheyrður 12. mars 2011 04:00 Fyrrverandi forstöðumaður Krossins, verður yfirheyrður af lögreglu á næstunni. fréttablaðið/teitur Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. Gunnar segist vera með málin í skoðun en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verði við. „Það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans,“ segir hann. „Þetta eru alvarlegar ærumeiðingar sem hér um ræðir.“ Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður Krossins og segist nú vera óbreyttur safnaðar-meðlimur. Hann átti fund með Ástu Knútsdóttur og tveimur öðrum einstaklingum fyrir hálfum mánuði. Fólkið, sem Ásta og Gunnar þekkja bæði, hafði hlustað á frásagnir kvennanna í húsnæði Drekaslóða áður en fundurinn fór fram. Gunnar segir fundinn ekki hafa gengið vel. „Þar var mikil óbilgirni. Ég hef ekki talað við konurnar sjálfar um þessi mál, sem ég hefði viljað gera,“ segir hann. „Allan tímann hef ég beðið um að fá að hitta þær.“ Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein kvennanna sem hefur kært Gunnar, segir þessi ummæli hans fráleit. Hann hafi aldrei óskað eftir fundi með neinni kvennanna. „Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi,“ segir Ólöf Dóra. Hún er afar ánægð með aðkomu lögreglu og segir konurnar allar mjög ánægðar með þann farveg sem málið er komið í. „En það sem skiptir mestu máli er að hann viðurkenni það sem hann gerði,“ segir Ólöf. Hún skrifaði atburðina í dagbók sína árið 1986 þegar hún segir Gunnar hafa beitt sig áreiti af ýmsum toga, bæði líkamlega og með óviðeigandi ummælum. Í vitnisburði hennar kemur fram að munnlegt áreiti af hálfu Gunnars hafi byrjað þegar hún var 15 ára. Hann byrjaði að leita á hana líkamlega þegar hún var 19 ára. Séu vitnisburðir kvennanna sjö teknir saman spannar tímabilið um tuttugu ár, eða frá því um 1979 til ársins 2000. Tvær þeirra voru 13 og 14 ára þegar meint brot áttu sér stað. sunna@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Mál kvennanna sjö sem saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot hefur nú verið lagt fram sem lögformleg kæra. Skýrslutökum hjá lögreglu er nær lokið, en búið er að tala við fimm konur. Gunnar verður kallaður í skýrslutöku í kjölfarið, en hann neitar öllum sökum. Gunnar segist vera með málin í skoðun en ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvernig brugðist verði við. „Það verður bara að koma í ljós í fyllingu tímans,“ segir hann. „Þetta eru alvarlegar ærumeiðingar sem hér um ræðir.“ Gunnar hefur stigið til hliðar sem forstöðumaður Krossins og segist nú vera óbreyttur safnaðar-meðlimur. Hann átti fund með Ástu Knútsdóttur og tveimur öðrum einstaklingum fyrir hálfum mánuði. Fólkið, sem Ásta og Gunnar þekkja bæði, hafði hlustað á frásagnir kvennanna í húsnæði Drekaslóða áður en fundurinn fór fram. Gunnar segir fundinn ekki hafa gengið vel. „Þar var mikil óbilgirni. Ég hef ekki talað við konurnar sjálfar um þessi mál, sem ég hefði viljað gera,“ segir hann. „Allan tímann hef ég beðið um að fá að hitta þær.“ Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, ein kvennanna sem hefur kært Gunnar, segir þessi ummæli hans fráleit. Hann hafi aldrei óskað eftir fundi með neinni kvennanna. „Einu skilaboðin sem ég hef fengið frá honum var köld kveðja í gegnum Facebook. Hún var ekki þess eðlis að hann væri að kalla eftir fundi,“ segir Ólöf Dóra. Hún er afar ánægð með aðkomu lögreglu og segir konurnar allar mjög ánægðar með þann farveg sem málið er komið í. „En það sem skiptir mestu máli er að hann viðurkenni það sem hann gerði,“ segir Ólöf. Hún skrifaði atburðina í dagbók sína árið 1986 þegar hún segir Gunnar hafa beitt sig áreiti af ýmsum toga, bæði líkamlega og með óviðeigandi ummælum. Í vitnisburði hennar kemur fram að munnlegt áreiti af hálfu Gunnars hafi byrjað þegar hún var 15 ára. Hann byrjaði að leita á hana líkamlega þegar hún var 19 ára. Séu vitnisburðir kvennanna sjö teknir saman spannar tímabilið um tuttugu ár, eða frá því um 1979 til ársins 2000. Tvær þeirra voru 13 og 14 ára þegar meint brot áttu sér stað. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira