Gunnar heldur áfram ađ klífa listann hjá UFC

 
Sport
11:00 02. FEBRÚAR 2017
Gunnar á vigtinni fyrir sinn síđasta bardaga.
Gunnar á vigtinni fyrir sinn síđasta bardaga. VÍSIR/GETTY

Þó svo Gunnar Nelson hafi ekki barist síðan í maí á síðasta ári þá heldur hann áfram för sinni upp styrkleikalista UFC.

Gunnar er nú kominn í níunda sætið á listanum yfir bestu veltivigtarkappanna en það er hans hæsta staða á listanum frá upphafi.

Í mars á síðasta ári féll Gunnar af lista UFC en komst aftur inn og fór upp í tólfta sæti er hann hafði klárað Albert Tumenov með stæl í maí síðastliðnum.

Það er hans síðasti bardagi í UFC. Gunnar hafði á þeim tíma hæst komist í ellefta sæti á listanum. Án þess að berjast hefur Gunnar aftur á móti skriðið upp um þrjú sæti og í níunda sætið.

Ástæðan fyrir þessu er að flestir í kringum hann hafa verið að berjast og margir fallið niður listann. Þeir sem setja saman listann sjá ekki ástæðu til þess að hreyfa mikið við Gunnari á meðan hann berst ekki og hann hefur grætt á töpum annarra.

Jorge Masvidal hoppar upp um heil sjö sæti á nýja listanum eftir að hafa klárað Donald Cerrone með stæl um síðustu helgi. Cerrone er nú í áttunda sæti eða sætinu fyrir ofan Gunnar.

Enn er óljóst hvenær Gunnar stígur næst inn í búrið hjá UFC.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Gunnar heldur áfram ađ klífa listann hjá UFC
Fara efst