Gunnar Bragi: „Ég hef engar áhyggjur" Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:42 Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist engar áhyggjur hafa af því að ekki náist samstaða um búvörusamningana. Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn. „Ég geri bara ráð fyrir að nefndin skili af sér góðum tillögum sem bæti samninginn, eða það er að segja útfærsluna á honum. Því við erum ekki að tala um að gera nýjan samning, að taka upp samninginn. Við erum að tala um að gera breytingar sem rúmast innan þess ramma sem hann heimilar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Ég hef engar áhyggjur af því að ekki náist sátt um þetta."Efast um sekt Mjólkursamsölunnar Gunnar Bragi telur ekki sérstakt tilefni til að endurskoða þann hluta samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar, þrátt fyrir hálfs milljarðs króna sekt Samkeppniseftirlitsins á dögunum. „Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim. Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ Ari Edwald forstjóri MS sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann baðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og dró til baka að neytendur muni borga mögulega sektargreiðslu. Þá sagði hann málinu ekki lokið enda geri MS sér von um að niðurstaða áfrýjunarnefndar verði önnur og sektin dregin til baka.Mikilvægt að viðhalda kerfinu Gunnar Bragi segir mikilvægt að halda í það kerfi sem hér er um umsýslu mjólkur, vegna eðlis íslensks landbúnaðar. Hann segir ekki hægt að bera saman MS og smærri framleiðendur. „Lítill einkaaðili gæti aldrei sinnt þeirri ábyrgð sem er sett á herðar Mjólkursamsölunnar, til dæmis það að vera skyldugt að kaupa alla mjólk. Það er enginn annar aðili skyldugur til þess. En að sama skapi geta smærri aðilar, eins og Kú, keypt beint af bændum og maður spyr þá: Af hverju gera þeir það ekki?“ Enn er því stefnt að því að ljúka búvörusamningunum á sumarþingi í ágúst, en Gunnar Bragi hafnar því að það sé sérstakt kappsmál fyrir framsóknarflokkinn einab. „Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að klára þetta því það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á þessu máli. Eitt af mörgum málum sem við viljum klára áður en verður kosið.“ Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn. „Ég geri bara ráð fyrir að nefndin skili af sér góðum tillögum sem bæti samninginn, eða það er að segja útfærsluna á honum. Því við erum ekki að tala um að gera nýjan samning, að taka upp samninginn. Við erum að tala um að gera breytingar sem rúmast innan þess ramma sem hann heimilar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Ég hef engar áhyggjur af því að ekki náist sátt um þetta."Efast um sekt Mjólkursamsölunnar Gunnar Bragi telur ekki sérstakt tilefni til að endurskoða þann hluta samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar, þrátt fyrir hálfs milljarðs króna sekt Samkeppniseftirlitsins á dögunum. „Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim. Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ Ari Edwald forstjóri MS sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann baðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og dró til baka að neytendur muni borga mögulega sektargreiðslu. Þá sagði hann málinu ekki lokið enda geri MS sér von um að niðurstaða áfrýjunarnefndar verði önnur og sektin dregin til baka.Mikilvægt að viðhalda kerfinu Gunnar Bragi segir mikilvægt að halda í það kerfi sem hér er um umsýslu mjólkur, vegna eðlis íslensks landbúnaðar. Hann segir ekki hægt að bera saman MS og smærri framleiðendur. „Lítill einkaaðili gæti aldrei sinnt þeirri ábyrgð sem er sett á herðar Mjólkursamsölunnar, til dæmis það að vera skyldugt að kaupa alla mjólk. Það er enginn annar aðili skyldugur til þess. En að sama skapi geta smærri aðilar, eins og Kú, keypt beint af bændum og maður spyr þá: Af hverju gera þeir það ekki?“ Enn er því stefnt að því að ljúka búvörusamningunum á sumarþingi í ágúst, en Gunnar Bragi hafnar því að það sé sérstakt kappsmál fyrir framsóknarflokkinn einab. „Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að klára þetta því það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á þessu máli. Eitt af mörgum málum sem við viljum klára áður en verður kosið.“
Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira