Gunnar Bragi: „Ég hef engar áhyggjur" Una Sighvatsdóttir skrifar 12. júlí 2016 18:42 Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segist engar áhyggjur hafa af því að ekki náist samstaða um búvörusamningana. Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn. „Ég geri bara ráð fyrir að nefndin skili af sér góðum tillögum sem bæti samninginn, eða það er að segja útfærsluna á honum. Því við erum ekki að tala um að gera nýjan samning, að taka upp samninginn. Við erum að tala um að gera breytingar sem rúmast innan þess ramma sem hann heimilar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Ég hef engar áhyggjur af því að ekki náist sátt um þetta."Efast um sekt Mjólkursamsölunnar Gunnar Bragi telur ekki sérstakt tilefni til að endurskoða þann hluta samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar, þrátt fyrir hálfs milljarðs króna sekt Samkeppniseftirlitsins á dögunum. „Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim. Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ Ari Edwald forstjóri MS sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann baðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og dró til baka að neytendur muni borga mögulega sektargreiðslu. Þá sagði hann málinu ekki lokið enda geri MS sér von um að niðurstaða áfrýjunarnefndar verði önnur og sektin dregin til baka.Mikilvægt að viðhalda kerfinu Gunnar Bragi segir mikilvægt að halda í það kerfi sem hér er um umsýslu mjólkur, vegna eðlis íslensks landbúnaðar. Hann segir ekki hægt að bera saman MS og smærri framleiðendur. „Lítill einkaaðili gæti aldrei sinnt þeirri ábyrgð sem er sett á herðar Mjólkursamsölunnar, til dæmis það að vera skyldugt að kaupa alla mjólk. Það er enginn annar aðili skyldugur til þess. En að sama skapi geta smærri aðilar, eins og Kú, keypt beint af bændum og maður spyr þá: Af hverju gera þeir það ekki?“ Enn er því stefnt að því að ljúka búvörusamningunum á sumarþingi í ágúst, en Gunnar Bragi hafnar því að það sé sérstakt kappsmál fyrir framsóknarflokkinn einab. „Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að klára þetta því það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á þessu máli. Eitt af mörgum málum sem við viljum klára áður en verður kosið.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Uppnám ríkir um búvörusamningana sem skrifað var undir milli ríkis og bænda í vetur. Ekki er meirihluti um samningana í núverandi mynd á Alþingi en bændur segja að verði of miklar breytingar gerðar þurfi að semja upp á nýtt. Samkvæmt landbúnaðarráðherra er málið hinsvegar stormur í vatnsglasi, hann hefur fulla trú á því að eftir meðför atvinnuveganefndar muni sást ná um samninginn. „Ég geri bara ráð fyrir að nefndin skili af sér góðum tillögum sem bæti samninginn, eða það er að segja útfærsluna á honum. Því við erum ekki að tala um að gera nýjan samning, að taka upp samninginn. Við erum að tala um að gera breytingar sem rúmast innan þess ramma sem hann heimilar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Ég hef engar áhyggjur af því að ekki náist sátt um þetta."Efast um sekt Mjólkursamsölunnar Gunnar Bragi telur ekki sérstakt tilefni til að endurskoða þann hluta samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar, þrátt fyrir hálfs milljarðs króna sekt Samkeppniseftirlitsins á dögunum. „Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem er eins og allir vita í einokunarstöðu. Um það gildir ákveðnar reglur og þeim ber að fara eftir þeim. Það kemur í ljós hvort þeir hafi brotið af sér eða ekki. Ég hef síður trú á því að þeir hafi brotið af sér, þetta er fyrirtæki sem í gegnum tíðina hefur sýnt samfélaginu mikla ábyrgð.“ Ari Edwald forstjóri MS sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann baðst afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins og dró til baka að neytendur muni borga mögulega sektargreiðslu. Þá sagði hann málinu ekki lokið enda geri MS sér von um að niðurstaða áfrýjunarnefndar verði önnur og sektin dregin til baka.Mikilvægt að viðhalda kerfinu Gunnar Bragi segir mikilvægt að halda í það kerfi sem hér er um umsýslu mjólkur, vegna eðlis íslensks landbúnaðar. Hann segir ekki hægt að bera saman MS og smærri framleiðendur. „Lítill einkaaðili gæti aldrei sinnt þeirri ábyrgð sem er sett á herðar Mjólkursamsölunnar, til dæmis það að vera skyldugt að kaupa alla mjólk. Það er enginn annar aðili skyldugur til þess. En að sama skapi geta smærri aðilar, eins og Kú, keypt beint af bændum og maður spyr þá: Af hverju gera þeir það ekki?“ Enn er því stefnt að því að ljúka búvörusamningunum á sumarþingi í ágúst, en Gunnar Bragi hafnar því að það sé sérstakt kappsmál fyrir framsóknarflokkinn einab. „Þetta er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að klára þetta því það eru ríkisstjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á þessu máli. Eitt af mörgum málum sem við viljum klára áður en verður kosið.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira