Handbolti

Gunnar áfram á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar hefur þjálfað Gróttu frá 2013.
Gunnar hefur þjálfað Gróttu frá 2013. vísir/andri marinó
Gunnar Andrésson verður áfram við stjórnvölinn hjá karlaliði Gróttu en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á mbl.is.

Gunnar tók við Gróttu árið 2013. Á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn enduðu Seltirningar í 4. sæti 1. deildar og ári síðar unnu þeir sér svo sæti í Olís-deildinni.

Á nýafstöðnu tímabili endaði Grótta í 5. sæti Olís-deildarinnar en tapaði 2-0 fyrir ÍBV í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá komst Grótta í úrslit bikarkeppninnar þar sem Seltirningar töpuðu fyrir Val.

Gunnar, sem lék 26 landsleiki á sínum tíma, hefur einnig þjálfað Aftureldingu og í Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×