Innlent

Guðni Th. Jóhannesson að öllum líkindum næsti forseti Íslands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Efstu frambjóðendurnir fjórir í sjónvarpssal í kvöld.
Efstu frambjóðendurnir fjórir í sjónvarpssal í kvöld. vísir/anton brink
02:36 Nú hafa 93.612 atkvæði verið talin. Þar af eru 92.265 gild atkvæði og eru eftirfarandi útreikningar Vísis hlutfall gildra atkvæða:

Guðni Th. Jóhannesson: 38,2%

Halla Tómasdóttir: 28,8%

Andri Snær Magnason: 14,8%

Davíð Oddsson: 13,3%

Sturla Jónsson: 3,7%

Elísabet Jökulsdóttir: 0,7%

Ástþór Magnússon: 0,3%

Guðrún Margrét Pálsdóttir: 0,2%

Hildur Þórðardóttir: 0,1%

Nú þegar talin hafa verið 71.048 atkvæði og fyrstu tölur hafa komið úr öllum kjördæmum eru allar líkur á því að Guðni Th. Jóhannesson verði næsti forseti íslenska lýðveldisins.

Tvisvar hafa verið kynntar tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður og úr Norðausturkjördæmi. Alls eru 70.167 gild atkvæði og er prósentureikningur Vísis sem hér fer á eftir reiknaður út frá gildum atkvæðum:

Guðni Th. Jóhannesson: 38 prósent

Halla Tómasdóttir: 29,4 prósent

Andri Snær Magnason: 14,5 prósent

Davíð Oddsson: 13,2 prósent

Sturla Jónsson: 3,7 prósent

Elísabet Jökulsdóttir: 0,7 prósent

Guðrún Margrét Pálsdóttir: 0,2 prósent

Hildur Þórðardóttir: 0,1 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×