Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 15:21 Forseti Íslands var gestur fréttastofu Channel 4 í Bretlandi. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00