FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 09:55

CCEP lýkur yfirtöku á Vífilfellli

VIĐSKIPTI

Guđmundur lét varaliđiđ sjá um seinni hálfleikinn í sigri Dana á Katar

 
Handbolti
21:31 07. JANÚAR 2016
Guđmundur Guđmundsson.
Guđmundur Guđmundsson. VÍSIR/AFP

Danska handboltalandsliðið vann fimm marka sigur á Katar í kvöld, 31-26, í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Frakklandi en fyrr í kvöld unnu Frakkar eins marks sigur á Norðmönnum.

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, leyfði öllum að spila í þessum leik og varalið Dana spilaði stærsta hluta seinni hálfleiksins.

Danir voru 15-13 yfir í hálfleik þar sem hornamennirnir Anders Eggert og Lasse Svan Hansen voru í fínu formi og saman með 10 mörk úr 12 skotum

Sóknin gekk vel hjá danska liðinu í kvöld en Guðmundur þarf að vinna með vörnina sem var ekki sannfærandi í fjarveru René Toft Hansen.

Gullmótið í Frakklandi er lokaundirbúningur danska liðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi en liðið á eftir að spila við Noreg og Frakklandi um helgina.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđmundur lét varaliđiđ sjá um seinni hálfleikinn í sigri Dana á Katar
Fara efst