Innlent

Guðmundur í Brimi þaggaði niður í þingmanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, bað Jón Gunnarsson um að hafa sig hægan.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, bað Jón Gunnarsson um að hafa sig hægan. mynd/ pjetur
Guðmundur Kristjánsson, eigandi útgerðarfyrirtækisins Brims, þaggaði niður í Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á fundi Brims með sjómönnum og fiskverkafólki á Miðbakkanum í dag. Þótt Steingrími J. Sigfússyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi verið boðið auk þingmanna var fundurinn aðallega til upplýsinga fyrir starfsfólk Brims.

„Nei, við töluðum um þetta í símann og þetta er bara ekki í boði," sagði Guðmundur þegar Jón Gunnarsson hugðist bera upp spurningu. Fundurinn var annars fjölsóttur en þar fór Guðmundur yfir mat stjórnenda fyrirtækisins á áhrifum frumvarpa um fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindagjald á rekstur fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×