Íslenski boltinn

Guðlaugur um meiðsli Sigurbergs: „Þetta lítur ekki vel út“

Þór Símon skrifar
Guðlaugur í Keflavíkur-treyjunni.
Guðlaugur í Keflavíkur-treyjunni. vísir/keflavík
Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, var eðlilega vonsvikinn eftir 3-1 tap gegn ÍBV á heimavelli í dag. Hann segir að liðið geti ekki verið að gefa mörk.

„Það virðist vera hnéð. Við erum ekki búnir að fá greiningu strax en þetta lítur ekki vel út,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavík, um alvarleg meiðsli Sigurbergs sem var borinn af velli í upphafi seinni hálfleiks. 


Einstaklega mikið áfall þar sem Sigurbergur er bara nýlega búinn að ná sér á erfiðum hnémeiðslum en nú virðist baráttan vera að hefjast að nýju.

Keflavík átti fjöldan allan af færum en náði ekki að setja boltan í netið en ÍBV sigraði 3-1 að lokum.


„Við vorum með yfirhöndina í leiknum og sköpuðum ógrynni af færum. En við erum að gefa mörk og það er ljóst að ef við ætlum að sækja stíft þá getum við ekki verið að gefa mörk,“ sagði Guðlaugur en ÍBV skoraði eitt af þremur mörkum sínum eftir skelfileg mistök Sindra, markmanns Keflavíkur.


Ekki nóg með það heldur átti Keflavík þrjú skot í stöngina.

„Þetta féll engan veginn með okkur í dag en þetta féll svo sannarlega fyrir þeim,“ sagði Guðlaugur sem segir margt jákvætt sé hægt að taka úr leiknum en Keflavík bíður erfið fallbarátta í sumar.


„Við getum tekið fullt af jákvæðum hlutum úr þessum leik. Sköpum fleiri færi en við höfum verið að gera. En þessar gjafir sem við færum þeim í dag eru slæmar og við þurfum að lagfæra þær,“ sagði Guðlaugur en Keflavík er í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig, þremur stigum á eftir ÍBV sem er í 11. sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×