ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 12:12

Guđmundur ráđinn forstöđumađur hjá Flugfélagi Íslands

VIĐSKIPTI

Guđjón Valur kominn međ 500 mörk í Meistaradeildinni

 
Handbolti
18:34 25. FEBRÚAR 2016
Guđjón Valur kominn međ 500 mörk í Meistaradeildinni
MYND/TWITTER

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði í kvöld sitt 500. mark á ferlinum í Meistaradeild Evrópu. Þetta kom fram á Twitter-síðu keppninnar.

Guðjón Valur náði þessum áfanga þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í leik Barcelona gegn Kristianstad í Svíþjóð en þegar þetta er skrifað er lítið eftir af fyrri hálfleik og Börsungar með 18-10 forystu.

Eins og fram kemur hér fyrir neðan hefur Guðjón Valur skorað fyrir alls fimm félög í Meistaradeild Evrópu en hann vann sinn fyrsta Evrópumeistaratitil með Barcelona í vor.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđjón Valur kominn međ 500 mörk í Meistaradeildinni
Fara efst