Handbolti

Guðjón Valur í úrvalsliði síðustu leiktíðar á Spáni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson vann þrennuna með Barcelona á síðustu leiktíð.
Guðjón Valur Sigurðsson vann þrennuna með Barcelona á síðustu leiktíð. vísir/getty
Guðjón Valur Sigurðsson var kjörinn í úrvalslið síðustu leiktíðar í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta, en í liðinu eru bara leikmenn úr Barcelona.

Börsungar unnu deildina án þess að tapa stigi og urðu einnig bikarmeistarar, en liðið stóð svo uppi sem Evrópumeistari í maí.

Xavier Pascual, þjálfari Barcelona, var svo kjörinn besti þjálfari síðustu leiktíðar en þetta kjör sýnir svart á hvítu yfirburði Barca-liðsins heima fyrir.

Spænski handboltonn hefst í dag með leik Barcelona og Granollers í Meistarakeppninni en það þyrfti ekki að koma neinum á óvart ef Guðjón Valur og félagar standa uppi sem Spánarmeistarar á ný í maí.

Thank you Liga Asobal and @fcbarcelonahandbol The new season starts tomorrow and we are ready to roll!

A photo posted by Gudjon Valur Sigurdsson (@gudjonvalur9) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×