MÁNUDAGUR 5. DESEMBER NÝJAST 08:34

Lækka verð á hverja röð í getraunum um eina krónu

VIÐSKIPTI

Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing

 
Handbolti
11:30 17. JANÚAR 2016
Guðjón Valur í leiknum gegn Noregi í sokkunum.
Guðjón Valur í leiknum gegn Noregi í sokkunum. VÍSIR/VALLI

Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið.

„Þessir sokkar veita smá þrýsting á kálfana. Ég hef oft aðeins stífnað í kálfunum og það byrjaði á EM fyrir tveim árum síðan,“ sagði Guðjón Valur en hann er þekktur fyrir að æfa meira en aðrir og hefur á stundum farið fram úr sér.

„Ég er svolítill vitleysingur og á það til að gera svolítið mikið. Það kemur stundum fyrir og sokkarnir hafa verið að hjálpa mér þar. Þeir veita þessum spóaleggjum réttan þrýsting og mér líður betur í kjölfarið,“ segir Guðjón og sló svo aðeins á létta strengi.

„Svo hefur ég verið að heyra að fólkinu í stúkunni finnist þetta svo djöfulli kynþokkafullt. Nei, ég er að grínast. Það er engin tískuyfirlýsing í gangi. Þetta er bara eitthvað sem hjálpar mér.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing
VÍSIR/VALLI


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Handbolti / Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing
Fara efst