MIĐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ NÝJAST 20:53

Reykur var um borđ í vél EgyptAir

FRÉTTIR

Guđjón Valur: Ţessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing

 
Handbolti
11:30 17. JANÚAR 2016
Guđjón Valur í leiknum gegn Noregi í sokkunum.
Guđjón Valur í leiknum gegn Noregi í sokkunum. VÍSIR/VALLI

Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið.

„Þessir sokkar veita smá þrýsting á kálfana. Ég hef oft aðeins stífnað í kálfunum og það byrjaði á EM fyrir tveim árum síðan,“ sagði Guðjón Valur en hann er þekktur fyrir að æfa meira en aðrir og hefur á stundum farið fram úr sér.

„Ég er svolítill vitleysingur og á það til að gera svolítið mikið. Það kemur stundum fyrir og sokkarnir hafa verið að hjálpa mér þar. Þeir veita þessum spóaleggjum réttan þrýsting og mér líður betur í kjölfarið,“ segir Guðjón og sló svo aðeins á létta strengi.

„Svo hefur ég verið að heyra að fólkinu í stúkunni finnist þetta svo djöfulli kynþokkafullt. Nei, ég er að grínast. Það er engin tískuyfirlýsing í gangi. Þetta er bara eitthvað sem hjálpar mér.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Guđjón Valur: Ţessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing
VÍSIR/VALLI


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Guđjón Valur: Ţessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing
Fara efst