Fótbolti

Guðbjörg hélt hreinu í sigri Lilleström

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Makedóníu og Slóveníu síðar í mánuðinum.
Guðbjörg er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Makedóníu og Slóveníu síðar í mánuðinum. vísir/valli
Guðbjörg Gunnarsdóttir hélt marki sínu hreinu þegar Lilleström bar 1-0 sigurorð af Zürich í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Isabelle Bachor skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu en það kemur Lilleström í góða stöðu fyrir seinni leikinn í Sviss eftir viku.

Lilleström er með örugga forystu á toppi norsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í bikarúrslit þar sem það mætir Hólmfríði Magnúsdóttur, Þórunni Helgu Jónsdóttur og stöllum þeirra í Avaldsnes.

Guðbjörg er á sínu öðru tímabili hjá Lilleström en hún hefur haldið marki sínu hreinu í 12 af 19 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.


Tengdar fréttir

Rosengård í góðum málum í Meistaradeildinni

Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård eru í góðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn finnska liðinu PK-35 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×