Fótbolti

Guðbjörg framlengir við Djurgården

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins sem tekur þátt á EM í Hollandi á næsta ári.
Guðbjörg er aðalmarkvörður íslenska landsliðsins sem tekur þátt á EM í Hollandi á næsta ári. vísir/anton
Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Djurgården.

Guðbjörg, sem er 31 árs, gekk til liðs við Djurgården fyrir síðasta tímabil, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Lilleström í Noregi í fyrra.

Guðbjörg lék alla 22 deildarleiki Djugården á síðasta tímabili. Liðið endaði í 6. sæti sænsku deildarinnar.

Guðbjörg lék áður með Djurgården á árunum 2009-12. Þaðan fór hún til norska liðsins Avaldsnes og síðan til þýska stórliðsins Turbine Postdam.

„Ég hef farið víða á ferlinum en mér hefur alltaf liðið eins og heima hjá mér hjá Djurgården. Mér líður vel hérna og hlakka til næstu tveggja ára,“ sagði Guðbjörg í frétt á heimasíðu Djurgården.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×