Enski boltinn

Guardiola: Chelsea skapaði sér þrjú færi og nýtti þau öll

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var skiljanlega svekktur eftir 1-3 tap lærisveina hans gegn Chelsea á heimavelli í dag en eftir að hafa verið mun sterkari aðilinn framan af fór allt úrskeiðis hjá Manchester City í seinni hálfleik.

Í stað þess að Manchester City næði að bæta við forskotið úr aragrúa af færum náði Chelsea að beita öflugum skyndisóknum og skora þrjú mörk en tveir leikmenn Manchester City fengu rautt í uppbótartíma.

„Ég vill óska Chelsea til hamingju með sigurinn. Við vorum sterkari aðilinn í leiknum, stjórnuðum honum og fengum færi en það vantaði að binda lokahnútinn á sóknirnar okkar,“ sagði Guardiola sem sagði Chelsea hafa nýtt öll sín færi.

„Þeir komu inn í leikinn með annað leikplan en við en það er hluti leiksins. Það var ekki hægt að ætlast til að Chelsea myndi skapa sér 25 færi. Þeir fengu þrjú færi og nýttu þau öll,“ sagði Guardiola.

Sjá einnig:Fjögur mörk og tvö rauð í áttunda sigri Chelsea í röð

„Við gerðum nánast allt hárrétt, við fengum færin til að klára þennan leik og ég er stoltur af því hversu vel strákarnir mínir spiluðu,“ sagði Guardiola sem sagðist ekki vera sammála rauða spjaldinu sem Sergio Aguero fékk undir lok leiksins.

„Báðir leikmenn fóru inn í einvígið af krafti, það var óþarfi að gefa rautt að mínu mati.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×