LAUGARDAGUR 3. DESEMBER NŻJAST 06:00

Eitt lķtiš sķmtal felldi byggingarisana tvo

FRÉTTIR

Grunašur um aš hafa haldiš tveimur konum ķ vinnužręlkun

 
Innlent
08:32 19. FEBRŚAR 2016
Lögreglan fann tvęr konur eftir leit ķ Vķk. Žęr hafa stöšu žolenda mansals. Grunur leikur į vinnumansali.
Lögreglan fann tvęr konur eftir leit ķ Vķk. Žęr hafa stöšu žolenda mansals. Grunur leikur į vinnumansali. VISIR/HEIŠA

Aðgerð lögregluyfirvalda á Vík í Mýrdal í gær þar sem maður var handtekinn vegna gruns um mansal var mjög umfangsmikil.

Auk lögreglunnar á Suðurlandi komu lögreglan á Suðurnesjum og mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að aðgerðinni. Þá fékk lögreglan aðstoð frá skattrannsóknarstjóra og Vinnumálastofnun vegna málsins.

Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir að einn útlenskur maður sé í haldi lögreglunnar vegna málsins og að grunur leiki á að tvær konur, einnig útlenskar, séu þolendur mansals. Talið er að maðurinn hafi haldið þeim í vinnuþrælkun.

Þorgrímur Óli vill ekki gefa upp hvaða atvinnugrein málið tengist. Hann segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi og yfirheyrslur og skýrslutökur séu framundan.

Vísir greindi fyrst frá málinu í gærkvöldi. Þar kom fram að lögreglumenn hafi leitað þolenda mansals í Vík sem þeir höfðu fengið ábendingu um að væru nýttir sem þrælar til vinnu.


Mašur handtekinn vegna gruns um vinnumansal. Lögreglan į Sušurlandi handtók ķ gęrdag erlendan karlmann ķ Vķk ķ Mżrdal...

Posted by Lögreglan į Sušurlandi on Friday, 19 February 2016
Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Fréttir / Innlent / Grunašur um aš hafa haldiš tveimur konum ķ vinnužręlkun
Fara efst