Erlent

Gríska þingið samþykkti umdeildar tillögur

Gríska þingið samþykkti í dag umdeildar niðurskurðartillögur George Papandreús forsætisráðherra. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir gjaldþrot landsins en tugþúsundir Grikkja hafa mótmælt á götum úti um allt land síðustu daga og tveggja daga allsherjarverkfall stendur nú yfir. Grikkir urðu að samþykkja tillögurnar ætli þeir sér að fá áframhaldandi lán frá ríkjum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Tillögurnar voru samþykktar með 155 atkvæðum gegn 138.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×