Erlent

Gríska ríkisstjórnin óttast greiðslufall í apríl

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/Getty
Lánadrottnar Grikklands fara nú yfir hvort áform yfirvalda um hagræðingu í ríkisrekstrinum standast skoðun.

Grikkir kynntu lánardrottnum sínum áformin á föstudagskvöld. Þau gera ráð fyrir að ríkið nái að afla sér 3 billjóna evra en ríkisstjórnin hyggst meðal annars berjast gegn skattsvikum, einkavæða fleiri stofnanir og fyrirtæki og hækka skatta á áfengi og tóbak.

Ríkisstjórnin óttast greiðslufall í apríl ef ekkert verður að gert. Lánveitendur hafa ýjað að því að þeir séu tilbúnir til að gangast í ábyrgð fyrir lánum upp á 240 billjónir evra til loka júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×