Erlent

Grínuðust með árásina á Pearl Harbor

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Margir fögnuðu sigri Bandaríkjanna á Japan í nótt
Margir fögnuðu sigri Bandaríkjanna á Japan í nótt Vísir/EPA
Sigur Bandaríkjamanna á Japönum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gærkvöldi fékk margan netverjann til að leiða hugann að árásinni á Pearl Harbor árið 1941, ef marka má samfélagsmiðlanna.

Þannig varð Pearl Harbor að einu vinsælasta tístefninu á Twitter í gærkvöldi og þúsundir tísta um hina sögufrægu árás hrönnuðust inn eftir að ljóst var í hvað stefndi í leik gærkvöldsins.

„Hey Japan, þetta var fyrir Pearl Harbor,“ sagði Cloyd Rivers í tísti sem naut töluverðra vinsælda en því hefur verið deilt áfram rúmlega 11 þúsund sinnum.

Twitter-aðgangurinn er þekktur fyrir að gantast með bandaríska þjóðrembu en ljóst er að mörgum þótti vísun í árásina sem varð um 2500 manns að bana við strendur Hawaii í seinna stríði nógu viðeigandi til að deila henni áfram.

„Þeir rústuðu Pearl Harbor, við rústuðum drauma þeirra,“ sagði tístarinn Sean Garcia að sama tilefni.

Aðrir vísuðu í kjarnorkusprengjur Bandaríkjanna á Hiroshima og Nagaski í kjölfar sigursins og var það oftar en ekki á þeim nótum að „búið væri að hefna fyrir árásina á Pearl Harbor.“ 

Þó voru nokkrir tístarar sem fordæmu þá sem göntuðust með árásirnar, hvort sem var á Hiroshima og Nagaski eða Pearl Harbor.

Í árásinni á Pearl Harbor náðu Japanir að eyðileggja 188 flugvélar bandaríska hersins og skemma 159, einnig sökktu þeir eða ollu stórtjóni á 18 herskipum. Afleiðingar árásarinnar voru þær að Bandaríkjamenn voru nú orðnir þátttakendur íseinni heimsstyrjöldinni og hefndu sín á Japönum í orrustunni við Midway og með því að sprengja tværkjarnorkusprengur yfir japönsku borgunum Hiroshima, þar sem rúmur þriðjungur íbúa lét lífið, og Nagasaki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×