Innlent

Grínistinn Jeff Dunham tekur upp heimildarmynd á Íslandi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Grínistinn og búktalarinn Jeff Dunham er nú á landinu, í annað sinn. Hann er í ferð um heiminn og tekur upp efni fyrir heimildarmynd sem fjallar um starf hans víða um heim og vill hann að Ísland verði hluti af því verkefni. Dunham er einn vinsælasti grínisti Bandaríkjanna og einn áhrifamesti skemmtikraftur Vesturlanda, að mati tímaritsins Forbes.

Dunham mun fara með gamanmál í  Hörpu í kvöld, með splunkunýtt efni. Dunham kemur til með að heimsækja tólf lönd í fimm heimsálfum og mun hann halda nítján sýningar á fjörutíu dögum.

Grínistinn notar brúður í uppistandi sínu og býr hann þær til sjálfur. Brúðurnar hans eru allt frá afturgengnum hryðjuverkamanni til skapstirðs gamalmennis.

Dunham og gamalmennið Walter litu við á fréttastofuna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×