Lífið

Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Getty
Grínistinn frægi Joan Rivers hvílist nú á spítala þungt haldin en í stöðugu ástandi, samkvæmt WABC fréttastöðinni. Rivers, sem er 81 ára, hætti að anda í miðri hálsskurðaðgerð í gær en hún var flutt á Mt. Sinai spítalann í New York.

„Mig langar að þakka öllum fyrir þá yfirþyrmandi ást og þann stuðning sem þið hafið sýnt móður minni,“ sagði Melissa, dóttir Joan við ABC fréttastöðina. Samkvæmt Melissu eru ættingjar Joan við hlið hennar á spítalanum.

Rivers undergekkst skurðaðgerð á raddböndum sínum þar sem hún átti erfitt með tal. Í fyrradag grínaðist Rivers í uppistandi um að geispa goluna á sviði.

„Ég er 81 ára og ég gæti geispað golunni hvenær sem er. Þú yrðir svo heppin/n af því að þú myndir hafa sögu til að segja vinum þínum restina af ævinni,“ sagði hún samkvæmt CNN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×