Grímsey komin í var Sveinn Arnarson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Gripið verður til margvíslegra aðgerða svo byggð haldist í Grímsey. Þetta samþykkti ríkisstjórn Íslands á fundi sínum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær margþættar aðgerðir til að bjarga byggð í Grímsey. Byggðalaginu verði gefinn aukinn kvóti frá ríkinu, samgöngur bættar til og frá eynni og endurmetinn verði kostnaður við húshitun í eynni. Hinn 20. ágúst sl. samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu forsætisráðherra, að setja á laggirnar vinnuhóp til að skoða stöðu Grímseyjar. Hún komst að þeirri niðurstöðu að mikilvægt væri að Íslandsbanki, Akureyrarkaupstaður, Byggðastofnun og ríkissjóður kæmu að sameiginlegri lausn. Lagði vinnuhópurinn til aðgerðir sem myndu kosta um 500 milljónir króna árlega. „Ég hef trú á að með þessum aðgerðum sem nú liggja fyrir og byggja að talsverðu leyti á tillögum heimamanna verði unnt að styðja við áframhaldandi búsetu í þessari nyrstu byggð landsins. Sérstaða eyjunnar er óumdeild.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, í tilkynningu.Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður Bæjarráðs AkureyrarBæjarstjórn Akureyrar fagnar þeirri niðurstöðu Ríkisstjórnar að grípa til aðgerða í því skyni að treysta áframhaldandi byggð í Grímsey. Í bókun sem bæjarstjórn samþykkti í gær kemur fram að mikilvægt se´að allir hjálpist að til að viðhalda byggðinni. „Akureyringar hafa lagt áherslu á að ríkið komi að málum ásamt sveitarfélaginu til að styrkja forsendur búsetu í Grímsey og hefur jákvæð niðurstaða nú fengist í málið. Sérstaða byggðar í Grímsey er óumdeild og því brýnt að allir leggist á árarnar til að skjóta styrkum stoðum undir búsetu þar til frambúðar eins og Ríkisstjórn Íslands hefur nú ákveðið að gera,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Akureyrar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar, segir gleðiefni að ríkisstjórn hafi tekið þessa ákvörðun. „Þetta er gleðidagur fyrir okkur Akureyringa að ríkisstjórn hafi ákveðið að ganga til verka við að viðhalda byggð í Grímsey. Við höfum alltaf sagt að það þurfi samstillt átak til að ná lendingu í málinu,“ segir Guðmundur Baldvin.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira