Fótbolti

Gríðarlegt álag á miðasölukerfi UEFA

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bið, endalaus bið. Skjáskot af miðasölukerfi UEFA. Dökkrauði liturinn sýnir hvar maður er staddur í röðinni.
Bið, endalaus bið. Skjáskot af miðasölukerfi UEFA. Dökkrauði liturinn sýnir hvar maður er staddur í röðinni.
Íslendingar og knattspyrnuaðdáendur um alla Evrópu eru í þessum töluðu orðum að reyna að tryggja sér miða á leikina í sextán liða úrslitum EM í knattspyrnu. Auglýst hafði verið að hægt væri að komast í röð á heimasíðu UEFA klukkan 11:45 að íslenskum tíma og miðasala hæfist klukkan 12.

Íslenskir stuðningsmenn duttu inn í röðina í kringum 11:50 og síðan hefur fólk verið á bið. Hægt er að fylgjast með því hve langt maður er kominn í röðinni og þar er lítil hreyfing hjá flestum. Þegar sá tími er liðinn er hægt að velja leik sem maður vill reyna að ná miða á og kemur fyrst þá í ljós hvort einhverjir miðar verða eftir.

Miðarnir fljúga út á fyrstur kemur - fyrstur fær reglunni og verða klárlega margir sem munu sitja eftir með sárt ennið.


Tengdar fréttir

KSÍ átti að leggja fyrsta flokks gervigras

Sveitarfélög reka og eiga sparkvelli og því er það þeirra að skipta kurlinu út. KSÍ hafði það eina verkefni að leggja til fyrsta flokks gervigras. Mun kosta hundruð milljóna að skipta um á öllu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×