Sport

Gríðarleg gróska í kraftlyftingum á Íslandi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fanney Hauksdóttir bætti Íslands- og norðurlandamet þegar hún lyfti 108 kg. í bekkpressu á Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum á Seltjarnarnesi í gær.

Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður hjá 365 hitti Fanneyju að máli í gær.

„Þegar eitt mót er búið fer maður að undirbúa sig undir það næsta,“ sagði Fanney sem er heimsmeistari í bekkpressu.

„Maður setur sér ný markmið og reynir að ná þeim eins vel maður getur,“ sagði Fanney en nánar er rætt við hana í fréttinni hér að ofan.

Helga Guðmundsdóttir var stigahæst kvenna á mótinu og Viktor Samúelsson stigahæstur karla.

Það hefur verið gríðarleg aukning iðkennda í íþróttinni hér á landi frá því að kraftlyftingasambandið var stofnað 2010.

„Þegar einum gengur vel þá vill næsti maður feta í fótsporin, það er ein skýringin,“ sagði Borghildur Erlingsdóttir formaður kraftlyftingasambands Íslands. „Fjöldi kvennakeppenda var teljandi á fingrum annarar handar en nú eru þær stór hluti keppenda.“

Fréttina í heild sinni má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×