Innlent

Gréta Björg kjörin varamaður í stað Gústafs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gréta Björg Egilsdóttir.
Gréta Björg Egilsdóttir. Vísir
Gréta Björg Egilsdóttir var í nótt kjörin varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar en hún er fulltrúi Framsóknar og flugvallavina. Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, lýsti því yfir á fundinum að hann myndi sitja hjá í atkvæðagreiðslunni.

Það gerði Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna einnig, sem og Halldór Auðar Svansson pírati. Sigurður Björn sagði það hafa verið ábyrgðaleysi af hálfu fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina, að hafa skipað Gústaf Níelsson í mannréttindaráð.

Það væri vegna öfgafullra skoðana hans og sagði flokkinn „daðra við öfgastefnu og rasisma“. Skipun Gústafs var á dögunum dregin til baka og í nótt var Gréta Björg, sem er menntaður íþróttafræðingur og menntaður grunnskólakennari, skipuð í hans stað. Hún lýsti því yfir á fundinum að hún tæki ekki undir skoðanir Gústafs.


Tengdar fréttir

Situr hjá vegna „öfgastefnu“ Framsóknar

Formaður borgarráðs gagnrýndi fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina harðlega og ætlar að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um skipan varamanns í mannréttindaráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×