MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 12:30

Líkindin međ ţessum lögum eru sláandi

LÍFIĐ

Grét í bílnum eftir ađ hafa orđiđ vitni ađ slysinu viđ Silfru

 
Innlent
10:50 17. FEBRÚAR 2017
Karlmađur lést í Silfru á sunnudaginn eftir ađ hann hafđi veriđ ađ snorkla ţar međ hópi fólks.
Karlmađur lést í Silfru á sunnudaginn eftir ađ hann hafđi veriđ ađ snorkla ţar međ hópi fólks. VÍSIR/GVA

Breski fjölmiðillinn Daily Mail fjallar slysið sem varð við Silfru um helginar þar sem bandarískur ferðamaður lést. Rætt er við ferðamann sem varð vitni að björgunaraðgerðum. Hann segir að vegna fjölda þeirra sem biðu eftir að komast í Silfru umræddan dag hafi fólk neyðst til þess að bíða í kafarabúningum um nokkurn tíma á bökkum Silfru.

Rætt er við Bandaríkjamanninn Scot Hacker sem kafaði í Silfru sama dag og slysið varð. Hann lýsti upplifun sinni í Facebook-færslu sem sjá má hér að neðan. Þar segir hann að þegar hann hafi verið að koma úr kafi hafi hann séð fólk reyna endurlífgunartilraunir á manninum áður en þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ferðamanninn á brott.

„Þeir ýttu okkur af vettvangi og það var erfitt að fá einhverjar upplýsingar,“ skrifar Hacker á Facebook. Í samtali við Daily Mail segir hann að hópar hafi verið látnir bíða í köfunarbúningum vegna þess hversu margir hópar voru að kafa í Silfru þennan dag. Ferðamaðurinn sem lést missti meðvitund er hann kom úr snorkli í vatninu. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.


Kafarar ganga yfir veginn á Ţingvöllum í fullum kafaraklćđum.
Kafarar ganga yfir veginn á Ţingvöllum í fullum kafaraklćđum. VÍSIR/VILHELM

Ónefndur þyrluflugmaður segir hverjum sem er hleypt ofan í Silfru
Í frétt Daily Mail segir að löng bið í þurrbúningum geti orðið til þess að blóðflæði heftist. Einar Sæmundson, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum, tók í sama streng í samtali við RÚV í vikunni þar sem hann sagði að fólk í þröngum búningum hefði fallið í yfirlið á meðan það biði eftir að fara ofan í Silfru.

Talað er við þyrluflugmann hjá Landhelgisgæslunni sem ekki vill láta nafns síns getið í frétt Daily Mail. Segir hann að öllum sé hleypt í Silfru, jafnvel þeim sem ekki kunni að synda. Í yfirlýsingu frá Þjóðgarðinum á Þingvelli vegna fréttaflutnings af slysinu sagðist Þjóðgarðurinn hafa upplýsingar um að í einu tilfelli hafi heill hópur snorklara fengið ofsahræðlukast í vatninu þegar „þeir uppgötvuðu að þeir kynnu ekki að synda og þurfti að aðstoða þá alla uppúr.“

Alls hafa fjögur banaslys orðið í og við Silfru á undanförnum árum en köfunarstaðurinn er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem sækja landið heim en Silfra þykir einstakur köfunarstaður á heimsvísu. Ljóst er að slysið hefur haft áhrif á Baker sem lýsir því hvernig áframhald ferðar sinnar hafi verið eftir að orðið vitni að slysinu.

Segir hann að þau hafi haldið í Grímsnes til þess að skoða Kerið. Þar hafi rigning og þoka tekið á móti þeim.

„Ég fann skyndilega þörf á því hlusta á Blackstar-plötu Bowie og grét í bílnum.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Grét í bílnum eftir ađ hafa orđiđ vitni ađ slysinu viđ Silfru
Fara efst