Greiddi 400 þúsund fyrir viðgerð á spíssum 10. september 2010 06:00 Fleiri eigendur Land Cruiser 120 vilja meina að um galla sé að ræða. Fleiri ósáttir Land Cruiser-eigendur hafa komið fram í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins í gær um meinta galla í Land Cruiser 120 bifreiðum. Þar sagði Aubert Högnason frá samskiptum sínum við Toyota á Íslandi varðandi meintan galla í spíssum bílanna. Vildi hann meina að um þekktan galla væri að ræða sem gæti valdið eigendum miklum fjárútlátum. Talsmaður Toyota vísaði þessum ásökunum á bug og sagði að um einangruð tilfelli væri að ræða en ekki þekktan galla. Ekki væri því ástæða til innköllunar, en sú ákvörðun væri á hendi Toyota erlendis. Bárður Ragnarsson, sem á 2005 árgerð af Land Cruiser 120, hafði samband við ritstjórn og hafði svipaða sögu að segja þar sem bifreið hans bilaði fyrir skemmstu. „Ég fór að heyra glamur og einhver skot í vélinni þannig að ég fór með bílinn í skoðun á Toyota-verkstæði í Kópavoginum. Þar sögðu þeir mér að grófsigtið í olíupönnunni væri ónýtt og spíssarnir bilaðir.“ Bárður greiddi 402 þúsund krónur fyrir viðgerðina þar sem skipt var um spíssa og grófsíu. Hann segist hafa haft samband við Toyota og viljað fá bilunina viðurkennda sem galla og viðgerðarkostnað endurgreiddan. Hann fékk hins vegar þau svör að þó að Toyota á Íslandi hafi áður séð bilun sem þessa, sé hún ekki algild og ekki hægt að segja að um galla sé að ræða. Líklegra sé að aldri og notkun bifreiðarinnar sé um að kenna, og sat Bárður því uppi með kostnaðinn. - þj Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fleiri ósáttir Land Cruiser-eigendur hafa komið fram í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins í gær um meinta galla í Land Cruiser 120 bifreiðum. Þar sagði Aubert Högnason frá samskiptum sínum við Toyota á Íslandi varðandi meintan galla í spíssum bílanna. Vildi hann meina að um þekktan galla væri að ræða sem gæti valdið eigendum miklum fjárútlátum. Talsmaður Toyota vísaði þessum ásökunum á bug og sagði að um einangruð tilfelli væri að ræða en ekki þekktan galla. Ekki væri því ástæða til innköllunar, en sú ákvörðun væri á hendi Toyota erlendis. Bárður Ragnarsson, sem á 2005 árgerð af Land Cruiser 120, hafði samband við ritstjórn og hafði svipaða sögu að segja þar sem bifreið hans bilaði fyrir skemmstu. „Ég fór að heyra glamur og einhver skot í vélinni þannig að ég fór með bílinn í skoðun á Toyota-verkstæði í Kópavoginum. Þar sögðu þeir mér að grófsigtið í olíupönnunni væri ónýtt og spíssarnir bilaðir.“ Bárður greiddi 402 þúsund krónur fyrir viðgerðina þar sem skipt var um spíssa og grófsíu. Hann segist hafa haft samband við Toyota og viljað fá bilunina viðurkennda sem galla og viðgerðarkostnað endurgreiddan. Hann fékk hins vegar þau svör að þó að Toyota á Íslandi hafi áður séð bilun sem þessa, sé hún ekki algild og ekki hægt að segja að um galla sé að ræða. Líklegra sé að aldri og notkun bifreiðarinnar sé um að kenna, og sat Bárður því uppi með kostnaðinn. - þj
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira