Körfubolti

Gregg Popovich kominn í sögubækurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gregg Popovich er magnaður þjálfari.
Gregg Popovich er magnaður þjálfari. vísir/getty
Goðsögnin Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs, skráði nafn sitt í sögubækurnar í nótt þegar lið hans vann Denver Nuggets, 121-97. Sigurinn fínn, en í leiðinni varð Popovich sigursælasti þjálfari sögunnar.

Hann hefur nú stýrt Spurs til sigurs í 1128 leikjum og hefur enginn annar þjálfari afrekað það með einu og sama liðinu. Popovich hefur verið þjálfari Spurs í yfir tuttugu ár.

Lebron James fór mikinn þegar Cleveland Cavaliers vann New York Knicks, 111-104, en stórstjarnan skoraði 32 stig og gaf tíu stoðsendingar.

Sacramento Kings vann óvæntan sigur á Golden State Warriors, 109-106, og þurfti að framlengja leikinn. DeMarcus Cousins var frábær í leiknum fyrir Kings og skoraði 32 stig, tók 12 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Hjá Warriors var Stephen Curry atkvæðamestur með 35 stig og gaf níu stoðsendingar.

Alls fóru fram tíu leikir í nótt og má sjá úrslitin úr þeim hér að neðan:

Utah Jazz – Charlotte Hornets 105-98

Phoenix Suns – Milwaukee Bucks 112-137

Indiana Pacers – Detroit Pistons – 105-84

San Antonio Spurs – Denver Nuggets 121-97

Minnesota Timberwolves – Memphis Grizzlies 99-107

Miami Heat – Philadelphia 76ers 125-102

Washington Wizards – New Orleans Pelicans 105-91

Atlanta Hawks – Orlando Magic 113-86

New York Knicks – Cleveland Cavaliers 104-111

Sacramento Kings – Golden State Warriors 109-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×