Erlent

Greenpeace þrýsta á viðskiptavin HB Granda í Þýskalandi

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/AFP
Greenpeace-samtökin hafa sett þrýsting á einn af viðskiptavinum HB Granda í Þýskalandi vegna eignartengsla fyrirtækisins við Kristján Loftsson, eiganda Hvals. Þetta kemur fram á vefsíðunni undercurrentnews.com.

Samtökin hafa komið fyrir skúlptúr af hval fyrir framan skrifstofur fyrirtækisins og hafa í hyggju að upplýsa íbúa yfir 20 þýskra borga um að Deutsche See kaupi fisk af HB Granda. Skúlptúrinn er 4 metra hár og 2,5 metra breiður og er 8,7 tonn að þyngd.

Í tilkynningu frá Greenpeace er það gagnrýnt að árið 2010 hafi Deutsche See fengið þýsku sjálfbærnisverðlaunin en á sama tíma tekið þátt í að fjármagna hvalveiðar Íslendinga.Hvetja samtökin Deutsche See til að hætta viðskiptum við HB Granda og þrýsta á um að hvalveiðum verði hætt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×