Grátkór Landspítala Lýður Árnason skrifar 27. október 2014 07:00 Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar