Grátkór Landspítala Lýður Árnason skrifar 27. október 2014 07:00 Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum var athyglisvert Kastljósviðtal við sex starfsmenn Landspítalans þar sem vandi sjúkrahússins var reifaður sem og heilbrigðiskerfisins í heild. Þörfin fyrir nýtt sjúkrahús kom glögglega fram hjá öllum viðmælendum og var heilbrigðisráðherra því hjartanlega sammála kvöldið eftir og bætti við að ekkert væri að vanbúnaði nema fjármagnið. Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Eitt breiðstræti í Berlín. Á Íslandi eru valdamiklar ættir, valdamiklir hagsmunahópar og valdamiklir viðhlæjendur. En á Íslandi eru líka auðlindir sem miðað við íbúafjölda ættu auðveldlega að tryggja almenna velsæld, þ.m.t. almennilega útbúinn spítala. Gætum að því að hægt væri að byggja nýjan spítala á tveimur árum fyrir leigugjöld af kvóta sem útgerðin innheimtir í dag. En hvers vegna gera stjórnmálamenn ekkert í málinu? Í mínum huga er svarið augljóst: Valdamiklar ættir og hagsmunahópar geta í krafti tengsla og fjármagns ráðið ansi miklu um val fulltrúa á þingi og sveitastjórnum. Þetta samspil tryggir áframhaldandi aðgengi að auðlindum, aðgengi að fjármagni, aðgengi að fjölmiðlum, aðgengi að fræðimönnum, aðgengi að sérfræðingum og aðgengi að lögfræðingum. Ný stjórnarskrá var atlaga að þessari samfélagsómynd og skýrir hvers vegna stjórnvöldum var svo í mun að hún næði ekki fram að ganga. Við sexmenningana frá Landspítalanum vil ég segja þetta: Þjóðarbúið er stórskuldugt, líkast skuldar hver fæddur Íslendingur meira en tvær milljónir. Við kúrum í skjóli gjaldeyrishafta. RÚV á ekki fyrir skuldum. Læknar eru í verkfalli, tónlistarkennarar eru í verkfalli og verkalýðshreyfingin farin að grafa upp stríðsaxirnar. Matarskattur var hækkaður á dögunum og máltíð dagsins verðlögð á 248 krónur meðan dagpeningarnir ykkar eru 11 þúsund krónur. Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala en það verður þá upp á krít sem þýðir á venjulegu máli að velta vandanum á undan sér. Annar kostur og varanlegri er sá að kjósa í burtu þá ráðamenn sem halda auðlindum þjóðarinnar frá almennri velsæld. Til þess höfum við stofugang á fjögurra ára fresti. Hafið það hugfast.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar