Grafalvarleg staða kirkjugarða á Íslandi - hafa varla efni á að jarða 2. júní 2011 14:06 Myndin er úr safni. „Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn. Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
„Það stefnir í óefni í þessu málum," segir Þórsteinn Ragnarsson, formaður Kirkjugarðasambands Íslands, en aðalfundur sambandsins var haldið á Húsavík síðustu helgi. Þar spunnust miklar hitaumræður um bága fjárhagsstöðu kirkjugarða á Íslandi. „Mér dauðbrá sem formanni því það heyrðist úr öllum áttum að þeir hefðu engan pening til þess að greiða prestum og verktökum," segir Þórsteinn en það var þungt hljóðið í fundarmönnum. Þórsteinn segir að sambandið hafi verið stofnað árið 1995 og síðan þá hefði það leitast við að fá framlög frá ríkinu til þess að standa að greftrun Íslendinga. Framlagið nægði ekki þá heldur. Það var svo árið 2005 sem ríkið gerði samning við kirkjugarða og komust þá málin í þokkalegt lag að sögn Þórsteins. „Svo verður hrunið og ríkisfjármálin fara svolítið á hliðina," segir Þórsteinn en í kjölfarið sleit ríkið samkomulaginu einhliða að hans sögn. Þórsteinn segir fjárþörf garðanna vera ellefu hundruð milljónir króna. Núna séu þeir reknir fyrir tæplega 850 milljónir. Spurður hvernig kirkjugarðar mæta þessum halla svarar Þórsteinn því til að kirkjugarðarnir gangi á umhirðugjöldin sem aftur bitnar alvarlega á ásýnd garðanna. Þórsteinn segist hafa reynt að funda með ráðamönnum um málið, meðal annars innanríkisráðherra, „en þetta er eins og að tala við steyptan vegg," útskýrir hann. Á hverju ári þarf að taka grafir fyrir um tvö þúsund Íslendinga. „Það sorglega er að Íslendingar hafa ekki lengur efni á að grafa ástvini," segir Þórsteinn en aðstandendur borga ekki kostnaðinn af greftrun ástvina. Spurður hvað sé til ráða segist Þórsteinn vilja endurvekja samkomulagið sem var gert árið 2005 en leiðrétta einingaverðið og samræma það verðlagi dagsins í dag. Þórsteini var falið að koma upplýsingum um fjárhagsvandræði kirkjugarða til ríkisstjórnar og ráðuneytismanna á aðalfundi sambandsins um helgina. „Sumir á fundinum höfðu á orði að þarna væri um grafalvarlegt vandmál að ræða," segir Þórsteinn.
Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira