Bíó og sjónvarp

Grænt ljós á framhald Independence day

Samúel Karl Ólason skrifar
Roland Emmerich mun líklega leikstýra framhaldsmyndunum.
Roland Emmerich mun líklega leikstýra framhaldsmyndunum. Vísir/AFP
20th Century Fox hefur samþykkt gerð framhaldsmynda Independence day myndarinnar frá 1996. Viðræður eru nú yfirstandandi um að Roland Emmerich muni leikstýra framhaldinu, eins og þeirri gömlu, þar sem mankynið varðist innrás óvinveittra geimvera.

Framhaldið gengur undir vinnuheitinu ID Forever og verður í tveimur hlutum. Það er að segja tvær kvikmyndir í fullri lengd.

Hollywood Reporter segir frá því að ekki liggi fyrir hverjir muni leika í myndunum, en Jeff Goldblum sagði í viðtali í október að hann myndi mögulega taka þátt. Áður hefur Emmerich sagt að um helmingur leikaranna verði úr gömlu myndinni og hinn helmingurinn verði nýir leikarar.

Will Smith mun ekki leika í myndunum samkvæmt Emmerich, en margir segja Independence day eiga stóran þátt í að hafa gert Smith að stórstjörnu..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×