Innlent

Grænlenski togarinn sem Þór er að bjarga fullur af síld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áhöfnin á Þór kemur dráttartaug á milli Þórs og grænlenska fiskiskipsins QAVAK.
Áhöfnin á Þór kemur dráttartaug á milli Þórs og grænlenska fiskiskipsins QAVAK. Mynd/Landhelgisgæslan
Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur þessa stundina í nógu að snúast en varðskipið dregur grænlenska fiskiskipið QAVAK GR-21 til hafnar á Þórshöfn. QAVAK var að veiða síld í flotvörpu er það fékk veiðarfæri í skrúfuna. 

QAVAK var statt rúmlega 200 sjómílur norðaustur af Langanesi þegar vélin bilaði. Sækist ferð Þórs með grænlenska togarann í eftirdragi vel og er áætluð koma til Þórshafnar síðla í dag.

QAVAK er 1773 brúttótonn, 68 metra langt og 12,6 metrar á breidd. Að sögn skipstjórans á QAVAK höfðu veiðar þeirra gengið vel og munu þeir landa nokkrum afla af stórri og fallegri síld á Þórshöfn að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Grænlenska fiskiskipið QAVAK er 1773 brúttótonn, 68 metra langt og 12,6 metrar á breidd.Mynd/Landhelgisgæslan

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×