Viðskipti innlent

Google á Íslandi með 5 milljóna hagnað

ingvar haraldsson skrifar
Google er með starfsemi um allan heim, m.a. á Íslandi.
Google er með starfsemi um allan heim, m.a. á Íslandi. vísir/epa
Google á Íslandi hagnaðist um tæplega fimm milljónir á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 

Google á Íslandi er hluti af Google samstæðunni. Graham Law, fjármálastjóri Google í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku er skráður stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Google á Íslandi. Félagið sjálft er í eigu írsks dótturfélags Google.

Í ársreikningi þess kemur fram að félagið veiti Google Inc verkfræðitengda þjónustu.

Tveir starfsmenn starfa hjá félaginu.

Félagið seldi þjónustu fyrir 65 milljónir á síðasta ári sem er helmings samdráttur miðað við árið 2013 þegar rekstartekjur námu 129 milljónum. Rekstrahagnaður þess dróst saman, úr 11,9 milljónum árið 2013 í 5,8 milljónir nú.

Eignir félagsins nema tæplega 38 milljónum en eigið fé er 28 milljónir.


Tengdar fréttir

Google stofnar fyrirtæki á Íslandi

Netrisinn Google hefur stofnað fyrirtæki á Íslandi. Google er með íslenska kennitölu og lögheimili að Stórhöfða 21. Stofnendur fyrirtækisins samkvæmt Lögbirtingablaðinu eru Graham Law, fjármálastjóri hjá Google, og Ronan Aubyn Harris, framkvæmdastjóri hjá Google. Báðir eru þeir skráðir til heimilis á Írlandi en höfuðstöðvar Google í Evrópu eru einmitt í höfuðborg Írlands, Dublin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×