Innlent

Göngumaðurinn sofandi í öndunarvél

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólkið var sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Fólkið var sótt af þyrlu Landhelgisgæslunnar. vísir/vilhelm
Göngumaður á fimmtusaldri sem slasaðist alvarlega þegar hann féll um hundrað metra niður hlíð í Skarðsdal í gær er alvarlega slasaður. Hann gekkst undir aðgerð í gær og er sofandi í öndunarvél.

Maðurinn var í hópi fólks á göngu á Skarðsheiði þegar hann og kona á sjötugsaldri runnu í hálku í um 600-700 metra hæð. Þrjátíu manna björgunarlið frá Akranesi, Borgarfirði og Borgarnesi var kallað út en þar sem björgunarsveitir komust ekki á vettvang var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja fólkið.

Samferðafólki var boðin áfallahjálp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×