Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2015 21:40 Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“ Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent