Bílar

GM segir upp 2.000 manns vegna lélegrar fólksbílasölu

Finnur Thorlacius skrifar
Chevrolet Cruze. Sala hans hefur minnkað um 20% í ár.
Chevrolet Cruze. Sala hans hefur minnkað um 20% í ár.
Um leið og bílakaupendur vestanhafs velja helst jepplinga og jeppa hrynur sala fólksbíla, ekki síst minni fólksbíla. Við þessu þurfa bílaframleiðendur að bregðast og það hefur General Motors þurft að gera á sársaukafullan hátt og hefur nú sagt upp 2.000 starfsmanna sinna í verksmiðjum sem framleiða fólksbíla GM.

Eru þessar uppsagnir í verksmiðjum GM í Lansing í Michigan og Lordstown í Ohio. Þar eru meðal annars framleiddir bílarnir Chevrolet Cruze, Cadillac ATS og CTS og Chevrolet Camaro. Sala Cruze hefur fallið um 20% á árinu og sala Camaro um 9%. Í báðum verksmiðjunum verður þriðju vaktinni hætt og aðeins unnið á tveimur vöktum. Taka uppsagnirnar gildi frá og með janúar á næsta ári.

Um leið og GM tilkynnti þessar uppsagnir greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist fjárfesta fyrir 900 milljón dollara í öðrum verksmiðjum fyrirtækisins sem framleiða jepplinga og jeppa, en ekki kemur fram hvort þessi fjárfesting kallaði á ráðningar starfsfólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×