Innlent

Glímir við þunglyndi í kjölfar grófs eineltis

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Harpa Lúthersdóttir
Harpa Lúthersdóttir
Harpa Lúthersdóttir hefur gefið út bókina Má ég vera memm?, sem fjallar um einelti. Hún byggir bókina á eigin reynslu af einelti en hún var lögð í einelti í grunnskóla í tíu ár.

„Mér finnst ég þurfa að skrifa þessa bók, hún kom til mín á einu kvöldi. Ég var ákveðin í að ég ætlaði að gefa hana út.  

Ég hafði upplifað sjálf einelti. . Maður er búin að fara upp og niður í ferlinu. Síðan ég lenti í þessu þá er ég búin að vera að díla við mikið þunglyndi og vera á örorkubótum. Nú er ég að rífa mig upp og það var alltaf draumur minn að bókin gerði gagn. Ég hef alveg heyrt til þess að bókin geri gagn.“  

Hún vill gefa bókina í alla grunnskóla landsins og hefur af því tilefni hafið söfnun á Karolina Fund til að standa undir kostnaðinum, meðal annars til þess að láta útbúa kennsluleiðbeiningar. Hugmynd hennar er að fá börn til þess að setja sig í spor annarra barna sem verða fyrir einelti.

„Það gaf mér enginn séns. Ég bara fékk ekki að vera með. Punktur. Svo loksins þegar einhver gaf mér séns, þá var eitthvað í mig varið. Ef ég hefði fengið tækifæri strax á fyrsta, öðru, eða þriðja ári þá hefði líf mitt orðið öðruvísi í dag. mér finnst skipta máli að vinna í þessu á meðan börn eru lítil. Ég hef heyrt mikið af því, af því börn eru svo forvitin, að bókin skapar umræður. Börnin hafa kannski ekki verið að setja sig í spor annarra en verða hugsi vegna bókarinnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×