Sport

Glæsilegur árangur Þórdísar Evu á Ólympíuleikum æskunnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórdís kemur í mark í úrslitahlaupinu á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar.
Þórdís kemur í mark í úrslitahlaupinu á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar. vísir/pjetur
Þórdís Eva Steinsdóttir, hin bráðefnilega frjálsíþróttakona úr FH, náði þeim sögulega árangri að lenda í 5. sæti í 400 metra hlaupi á Ólympíuleikum æskunnar í Tbilisi í Georgíu í gær.

Þórdís, sem er fædd árið 2000, kom í mark á 56,24 sekúndum sem er betri árangur en hún náði í riðlakeppninni.

Allar stúlkurnar í úrslitahlaupinu nema ein voru ári eldri en Þórdís sem gerir árangurinn enn glæsilegri.

Besti tími Þórdísar í 400 metra hlaupi er 55,16 sekúndur en hún náði þeim tíma á móti í Noregi í fyrra.

Þórdís vakti mikla athygli á Smáþjóðaleikunum í júní, þar sem hún bar sigur úr býtum í 400 metra hlaupinu á tímanum 55,72 sekúndum.


Tengdar fréttir

Gullregn í Laugardalnum

Ísland vann sjö gull af fimmtán mögulegum í frjálsíþróttakeppni Smáþjóðaleikanna í Laugardalnum í gær.

Þórdís og Ragúel slógu met í Svíþjóð

Þórdís Eva Steinsdóttir, hlaupadrottning úr FH, setti tvö aldursflokkamet í 300 metra hluapi á Gautaborgaleikunum í frjálsum íþróttum í dag, en Þórdís stóð sig vel á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×